Nostra 

Nostra er alhliðarræstingarfyrirtæki sem getur tekið að sér hvers kyns ræstingar, séð um þvott fyrir fyrirtæki, tekið að sér sérverkefni og verkefni fyrir tryggingarfélög. Hjá Nostra starfa um 50 manns við ræstingar sem hljóta góða starfsþjálfun og öflugt gæðaeftirlit sem tryggir hámarksárangur. Með reynslunni höfum við náð að móta fyrirtækið eftir tíðarandanum og svarað þörfum viðskiptavina. Því höfum við náð að móta skýra framtíðarsýn og markmið sem skila okkur í fremstu röð.