Þrif á gistirýmum

Hvernig lýst þér á að fá einhvern til að sjá um þrifin hjá þér? Og jafnvel um línið líka? 

Nostra býður upp á alhliða þjónustu varðandi þrif á gistirýmum, líni og jafnvel dúkum og sérvéttum hvort sem er fyrir stór hótel eða minni gistiheimili. Við bjóðum upp á mismunandi þjónustu allt eftir því hvað þér hentar og erum með vönduð sængurföt og handklæði sem við sjálf sjáum þá um að viðhalda, skipta um og þrífa. 

Þjónustan okkar er margþætt og getum við sniðið hana eftir þínum þörfum. 

Við getum: 

  • Séð um þrif á herbergjum eða íbúðum 
  • Þrifið herbergi á meðan dvöl stendur (innlitsþrif) 
  • Séð um allan þvott gistiheimilis eða hótels
  • Leigt ykkur lín 
  • Séð um innkaup á nauðsynjavörum svo sem klósettpappír, sápum o.þ.h.
  • Annast þrif á almenningsrýmum 
  • Verið með aðgang að „Room Checking” til að öll þrif geta gengið snuðrulaust fyrir sig

Nostra er með áratugareynslu á sviði þrifa og ræstinga og leggur upp úr að nota umhverfisvottuð efni og vörur. 

Hafðu samband og við tökum út fyrirtækið þitt þér að kostnaðarlausu og gerum þér tilboð í þá þjónustu sem hentar þér