Nostra Þvottahús hóf starfssemi í apríl 2014. Þvottahúsið er búið fullkomnasta tækjabúnaði sem völ er á. Við leggjum okkur fram við að bjóða viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu og loforð um ánægjuleg viðskipti. Við sérhæfum okkur m.a.í þrifum á líni, handklæðum og dúkum. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í viðskipti við okkur. Hafðu samband, við munum taka vel á móti þér.

Frá stofnun Nostra var sett markmið að ræsta með umhverfisvænum efnum.Í framhaldi af þeim markmiðum var sótt um vottun hjá Umhverfisstofnun um aðild að norræna umhverfismerkinu Svaninum.

Við hjá Nostra teljum það skyldu okkar að vernda náttúru og okkar umhverfi fyrir komandi kynslóðir.