Umhverfið 

 

Nostra vill lágmarka skaða er umhverfið getur hlotið af rekstri fyrirtækisins. Þess vegna hefur Nostra sett sér það að innleiða umhverfisstaðalinn ISO-14001 og er það ferli komið vel af stað. 

 

Umhverfisstefna Nostra er eftirfarandi:

 

Áhersla er lögð á að leita umhvefisvænna leiða í aðföngum og þjónustu og hvetur Nostra starfsmenn sína eindregið til að vinna með lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni úrgang, heilnæmu umhverfi utan dyra sem innan og bættri umvherfisvitund starfsfólks og viðskiptavina. 

Við leggjum kapp við að leiðbeina viðskiptavinum okkar á eins vistvænar lausnir og kostur er á við þrif og almennt hreinlæti.

Nostra setur sér mælanleg markmið til þess að meta árangur umhverfisstarfsins með skilgreindum þýðingarmiklum umhverfisþáttum sem eru skoðuð á hverjum ársfjörðungi, í þeim tilgangi að stöðugar umbætur eigi sér stað.