Dýnuhreinsun

Við eyðum um það bil einum þriðja af okkar ævi í rúminu. Við svitnum, slefum, fellum húðflögur og eignumst börn sem jafnvel missa þvag eða úrgang í dýnuna. Það er ekki nóg að skipta einungis um rúmföt. Flestir gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil óhreinindi rúmdýnan hefur að geyma. Þar safnast fyrir ryk og bakteríur ásamt raka sem getur myndað myglu. Skítug dýna getur verið stór áhrifavaldur þegar við kemur ofnæmi, astma, exemi og öðrum sjúkdómum fólks.

Starfsmenn okkar hafa hlotið þjálfun og fræðslu á sérstökum dýnuhreinsunarbúnaði frá Hollandi. Vélin drepur bakteríur með því að skjóta útfjólubláum geislum niður í dýnuna og sígur svo upp bakteríurnar og óhreinindin. Meðferðin er umhverfisvæn og eru engin efni notuð við hreinsunina sjálfa. Vélin þurrhreinsar dýnuna en vinnur ekki á blettum. Sé óskað eftir blettahreinsun er dýnan djúphreinsuð að þurrhreinsun lokinni.

Ferlið er einfalt, starfsmaður Nostra kemur heim til viðskiptavinar með tækjabúnaðinn og tekur dýnuhreinsunin um 30-60 mínútur. Hægt er að nota rúmdýnuna um leið og meðferð lýkur.

ATH. ef dýnan er mjög blettótt og þarfnast ýtarlegrar djúphreinsunar þarf djúphreinsunin að eiga sér stað hjá okkur í Sundaborg 11-13.

Verðskrá

Einbreið dýna

11500 kr

Tvíbreið dýna

13500 kr

Barna dýna

9500 kr

ACAREX próf

1500 kr