Gildi Nostra

Gæði

Við leggjum áherslu á gæði í þjónustu okkar til viðskiptavina og gerum ávallt okkar allra besta til þess að uppfylla þær þarfir bæði í gegnum fagleg vinnubrögð og jákvæð samskipti. Það er mikilvægt að allir starfsmenn vinni með sömu gæðum, sýni gagnkvæma virðingu og jákvæðni í samskiptum.

Samvinna

Við leggjum upp með góðu upplýsingaflæði og samvinnu á meðal starfsmanna og viðskiptavina. Það er mikilvægt að hafa boðleiðir auðveldar og auðskiljanlegar bæði á milli starfsmanna en einnig til þess að tengja viðskiptavini og starfsmenn saman. Við veitum persónulega og sérsniðna þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Í sameiningu vinnum við verkið og uppskerum bestu mögulegu útkomu.

Skilvirkni

Við vinnum hratt og örugglega á faglegan hátt. Starfsemi fyrirtækisins er mjög lifandi og síbreytileg þar af leiðandi er mjög mikilvægt að starfsmenn tileinki sér skilvirkni í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á gott upplýsingaflæði milli deilda fyrirtækisins með það að markmiði að starfsemin og þjónustan við viðskiptavini gangi snuðrulaust fyrir sig.

Sveigjanleiki

Starfsumhverfi Nostra er kvikt og síbreytilegt og teljum við mjög mikilvægt að vera sveigjanleg í þjónustu okkar til viðskiptavina. Við tökum tillit til allra hagsmunaaðila og gerum okkar allra besta í að leysa verkefnin vel af hendi.