Mygluþrif fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði

Raki og mygla í húsnæðum er þekkt vandamál á Íslandi. Þegar ekki er brugðist við rakaskemmdum í byggingarefni húsnæðis myndast myglusveppur og gró sem smita frá sér skaðlegu eitri. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að mygla í húsnæðum getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og er því mikilvægt að bregðast við vandamálinu með viðeigandi hætti. Nostra sér um að sótthreinsa og mygluþrífa húsnæði eftir að upptök rakaskemmda hafa verið upprætt.

Mygluþrif