Nostra

Nostra er alhliða ræstingarfyrirtæki sem hefur verið starftækt í um það bil 25 ár. Við getum tekið að okkur hvers kyns ræstingar, séð um þvott fyrir fyrirtæki og sinnt ýmsum sérverkefnum fyrir fyrirtæki, einstaklinga og tryggingafélög. Með reynslunni höfum við náð að móta fyrirtækið eftir tíðarandanum og svarað þörfum viðskiptavina. Meðal annars var þvottahúsið okkar tekið í notkun árið 2014 og hefur það gert fyrirtækinu kleift að sinna mikilli eftirspurn eftir alhliða þjónustu á þrifum og þvotti við hótel, gistiheimili og leiguíbúðir.

Umhverfismál skipta okkur gríðarlega miklu máli og erum við í innleiðingarferli á ISO 140001 umhverfisstaðlinum sem er væntanlegur fyrir lok 2020. Öll efni og búnaður sem fyrirtækið notar við almennar ræstingar og þvott eru umhverfisvottuð. Einnig vinnum við hörðum höndum að því að rafbílavæða fyrirtækið. Við höldum fast í fagleg vinnubrögð en veitum einnig persónulega þjónustu. Þarfir viðskiptavina skipta okkur gríðarlega miklu máli og reynum við ávallt að uppfylla þær. Mikil áhersla er lögð á að byggja upp traust og koma á farsælu langtímasambandi við viðskiptavini.