Project Description
Þrif og þvottur fyrir hótel og gistiheimili
Einn mikilvægasti þáttur við að hámarka ánægju og upplifun gesta á hótelum og gistiheimilum eru hreinar og snyrtilegar vistverur. Við erum með áralanga reynslu af þrifum á hótelum og gistiheimilum og leggjum áherslu á vandaða og faglega þjónustu sem við sníðum að þörfum viðskiptavina okkar. Við búum yfir góðu og vel þjálfuðu starfsfólki sem leggur sig alla fram við að nostra við vistverurnar en litlu hlutirnir skipta sköpum við að hámarka ánægju gesta. Einnig eigum við á lager vandað hótel lín og handklæði sem hefur nýst viðskiptavinum okkar vel. Þvottahúsið okkar býr yfir hágæða iðnaðarþvottavélum, þurrkurum og strauvélum sem viðheldur góðri endingu á líninu og handklæðum. Við önnumst kaup á nauðsynjavörum eins og handsápu, sturtusápu, sjampó, hárnæringu, salernispappír og eldhúsrúllum. Við getum séð um þrif á húsnæðinu í heild eða einungis herbergisþrif, allt eftir þörfum viðskiptavina.
Hringdu
Sendu tölvupóst