Project Description
Þrif og þvottur fyrir Airbnb og leiguíbúðir
Vel þrifin og snyrtileg íbúð er lykilatriði þegar við kemur ánægjulegri upplifun gesta á dvöl sinni. Við erum sérfræðingar á sviði íbúðarþrifa og er starfsfólk okkar vel þjálfað í faglegum og skilvirkum vinnubrögðum. Við sjáum til þess að viðskiptavinir séu ánægðir með því að sníða þjónustuna að þeirra þörfum svo þeir geti stoltir afhent gestum aðgang að eigninni.
Við sjáum um allan þvott og kaup á nauðsynjavörum eins og handsápu, sturtusápu, sjampó, hárnæringu, salernispappír og eldhúsrúllum. Einnig eigum við vandað hótel lín og handklæði sem hefur reynst viðskiptavinum mjög vel. Þvottahúsið okkar býr yfir hágæða iðnaðarþvottavélum, þurrkurum og strauvélum sem viðheldur góðri endingu á líninu og handklæðum.
Hringdu
Sendu tölvupóst
Dæmi um verðlista fyrir eina íbúð:
-
Stúdíóíbúð fyrir hámark 2 manns: 8.500,- án vsk.
-
2-3 herbergja íbúð fyrir hámark 6 manns: 9.500,- án vsk.
-
4 herbergja íbúð fyrir hámark 8 manns: 12.000,- án vsk.