Ræstingar fyrir húsfélög

Nostra sér um þrif á sameignum og stigagöngum fyrir húsfélög og fyrirtæki. Starfsfólk í ræstingardeild fyrirtækisins býr yfir mikilli reynslu og faglegum vinnubrögðum. Við notum einungis umhverfisvæn efni við hefðbundnar ræstingar og útvegum allan búnað til þrifanna. Boðið er upp á tvennskonar áskriftaleiðir, Létt sameignarþrif og Betri sameignarþrif.

Ásamt ræstingum á sameign sjáum við einnig um sérverkefni eins og að djúphreinsa teppi og húsgögn, mygluþrífa, sótthreinsa og Ozone hreinsa eftir óhöpp eins og bruna.

Við nostrum við sameignina þína.

Ræstingar fyrir húsfélög

Létt sameignarþrif

Vikulegar ræstingar á sameignum þar sem:

  • Þurrkað er af stigahandriðum

  • Gólf eru ryksuguð
  • Hörð gólf skúruð

Betri Sameignarþrif

Vikulegar ræstingar á sameignum þar sem:

  • Þurrkað er af stigahandriðum, gluggakistum, póstkössum, ljósrofum, hurðarhúnum (á hurðum í sameign)

  • Gler innandyra eru pússið

  • Öll gólf ryksuguð og hörð gólf skúruð

 

Einnig er innifalið:

  • Mottuþjónusta við inngang, motta að stærð 85 cm/ 150 cm fylgir með og er skipt um mánaðarlega.

  • Árleg teppahreinsun á stigaganginum

  • Árleg þrif á ruslageymslu

 

Íbúar og húsfélag fá 10% afslátt af allri þjónustu hjá Nostra

Verðskrá

Fjöldi íbúða í sameign Létt sameignarþrif

Betri sameignarþrif

0-9 2500,- kr án vsk á mánuði per íbúð 3200,- kr án vsk á mánuði per íbúð
10-19 2300,- kr án vsk á mánuði per íbúð 3000,- kr án vsk á mánuði per íbúð
20-40 2100,- kr án vsk á mánuði per íbúð 2800,- kr án vsk á mánuði per íbúð