Ræstingar2019-11-12T16:40:55+00:00

Hreint og snyrtilegt umhverfi hefur bein áhrif á starfsánægju og bætir bæði starfsandann og upplifun viðskiptavina af vinnustaðnum. Þar af leiðandi eru faglegar og skilvirkar ræstingar einn mikilvægasti þáttur þess að halda uppi gæðum í rekstri atvinnuhúsnæða. Nostra er í grunninn ræstingarfyrirtæki og býr starfsfólk á ræstingarsviði fyrirtækisins yfir dýrmætri þekkingu og áralangri reynslu.

Við getum séð um ræstingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Við höldum fast í fagleg vinnubrögð en veitum einnig persónulega þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavina. Í gegnum árin höfum við náð að byggja upp traust og góð langtímasambönd við viðskiptavini okkar. Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda góðum samskiptum við núverandi viðskiptavini en einnig sækja að og byggja upp ný viðskiptatengsl.