Nostra sér um að djúphreinsa teppi fyrir kvikmyndahús, hótel, húsfélög, stofnanir og fyrirtæki. Við eigum hágæða tækjabúnað sem notaður eru til þess að djúphreinsa hefðbundin teppi. Vélarnar bleyta, bursta og sjúga upp óhreinindi og bakteríur sem safnast fyrir í teppinu.

Húsgagnahreinsun

Húsgögn eins og sófar, hægindastólar, skemlar, borðstofustólar og tölvustólar draga í sig mikið magn af ryki, bakteríum og öðrum óhreinindum. Nostra á hágæða tækjabúnað sem djúphreinsar og vinnur á blettum og óhreinindum sem leynast bæði á yfirborði og í svampi húsgagnsins.

Nostra hefur hlotið viðurkenningu og réttindi til þess að nota aðferðarfræði og búnað fyrirtækisins MatrasCleaner sem er vel þekkt fyrirtæki á sviði dýnuhreinsunar í Hollandi. Starfsmenn okkar hafa hlotið þjálfun og fræðslu á sérstökum dýnuhreinsunarbúnaði sem þekkist ekki fyrir á Íslandi.

Nostra sér um að sótthreinsa og mygluþrífa húsnæði eftir að upptök rakaskemmda hafa verið upprætt. Til þess að sótthreinsa rýmið notum við tækjabúnaðinn Nocospray.

Óson er öflugt oxunarefni sem er tætandi og drepur allar gerðir gerla og baktería. Nostra hefur komið sér upp ósonklefa sem er meðal annars notaður til sótthreinsunar, lyktareyðingar og þurrkunar.