Húsgögn eins og sófar, hægindastólar, skemlar, borðstofustólar og tölvustólar draga í sig mikið magn af ryki, bakteríum og öðrum óhreinindum. Nostra á hágæða tækjabúnað sem djúphreinsar og vinnur á blettum og óhreinindum sem leynast bæði á yfirborði og í svampi húsgagnsins.