Nostra og GoDo hafa nú tekið höndum saman og bjóða upp á heildarþjónustu fyrir leiguíbúðir, gistiheimili og hótel. Með þjónustunni getum við alfarið séð um rekstur einingarinnar á einfaldan og öruggan hátt.

Einn mikilvægasti þáttur við að hámarka ánægju og upplifun gesta á hótelum og gistiheimilum eru hreinar og snyrtilegar vistverur. Við erum með áralanga reynslu af þrifum á hótelum og gistiheimilum og leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð.

Vel þrifin og snyrtileg íbúð er lykilatriði þegar við kemur ánægjulegri upplifun gesta á dvöl sinni. Við erum sérfræðingar á sviði íbúðarþrifa og er starfsfólk okkar vel þjálfað í faglegum og skilvirkum vinnubrögðum.