Mygluhreinsun2019-11-12T14:41:50+00:00

Mygluþrif fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði

Raki og mygla í húsnæðum er þekkt vandamál á Íslandi. Þegar ekki er brugðist við rakaskemmdum í byggingarefni húsnæðis myndast myglusveppur og gró sem smita frá sér skaðlegu eitri. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að mygla í húsnæðum getur haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og er því mikilvægt að bregðast við vandamálinu með viðeigandi hætti.

Nostra sér um að sótthreinsa og mygluþrífa húsnæði eftir að upptök rakaskemmda hafa verið upprætt. Til þess að sótthreinsa rýmið notum við tækjabúnaðinn Nocospray. Búnaðurinn hefur unnið sér inn gott orðspor og er meðal annars notaður til meðhöndlunar á sýktum svæðum á spítölum landsins. Tækjabúnaðurinn myndar vetnisperoxíð gas ásamt silfurjónum sem vinna á öllum hörðum yfirborðum í rýminu með frammúrskarandi árangri (minnkun sjúkdómsvaldandi örvera um 99,9%). Þetta er örugg og umhverfisvæn lausn sem vinnur vel á myglu og myglugróum með efnum sem hvorki menga né innihalda ofnæmisvalda. Þar af leiðandi er hægt að taka rýmið í notkun um leið og sótthreinsun lýkur.