Óson sótthreinsun

Óson er öflugt oxunarefni sem er tætandi og drepur allar gerðir gerla og baktería. Nostra hefur komið sér upp ósonklefa sem er meðal annars notaður til sótthreinsunar, lyktareyðingar og þurrkunar. Tryggingarfélög, einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér klefann við ýmis tilfelli. Sem dæmi er óson sótthreinsun mjög góð lausn til þess að losna við ólykt og bakteríur í húsgögnum til dæmis eftir langa dvöl í geymslu eða eftir bruna. Einnig er hægt að nota klefann til þess að þurrka húsgögn eftir vatnstjón.

Við bjóðum einnig upp á ósonhreinsun í íbúðum eða öðrum rýmum til þess að losna við ólykt, drepa bakteríur og sótthreinsa andrúmsloftið.