Þvottahús2019-11-12T16:21:57+00:00

Þvottahús

Nostra setti upp hátækni þvottahús í byrjun árs 2014. Vélarnar okkar afkasta um þremur tonnum á dag í þvott, þurrkun og straujun. Þvottahúsið var sett upp til þess að mæta þörfum gistináttamarkaðarins og er ætlað fyrir viðskiptavini Nostra á því sviði. Við höfum komið okkur upp góðum lager af hágæða hótel líni og handklæðum sem leigjast út með þrif- og þvottaþjónustu fyrir gistiheimili, hótel og leiguíbúðir.

Í þvottahúsinu starfa 5 manns og er mikil áhersla lögð á fagleg vinnubrögð eftir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Með því náum við að hámarka afkastagetu þvottahússins á umhverfisvænan hátt með réttri notkun á umhverfisvænum efnum, orku og vatni.