Stefna Nostra í umhverfismálum

Nostra vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og hefur sett sér skýra stefnu og markmið til þess að ná árangri á sviði umhverfisverndar. Markmiðið er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins í lágmarki. Því notum við eins og kostur er aðeins viðurkennd og umhverfisvæn efni við þrif og þvott og vinnum markvisst að því að lágmarka notkun á efnum. Í góðu samstarfi við birgja hefur okkur tekist að halda í algjöru lágmarki notkun efna sem ekki hafa alþjóðlega umhverfisviðurkenningu.

Fyrirtækið leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með ákvörðunartöku sinni og þjónustu. Lögð er áhersla á að skipta út bílum sem ganga fyrir olíu yfir í rafbíla og er það ferli þegar hafið. Nostra tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á sviði umhverfisverndar. Til þess að tryggja skilvirkni og eftirfylgni í umhverfismálum vinnur fyrirtækið hörðum höndum að vinna eftir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 14001.