Þjónustan

Umsagnir

Nostra hefur staðist allar okkar kröfur um þrif og umsjón á íbúðunum okkar. 
Þau eru mjög sveigjanleg og þægileg ef eitthvað kemur upp og það er aldrei neitt vandamál, bara lausnir.
Ég mæli 100% með Nostra.
Ólöf Rún, Downtown Charm
Nostra hefur annast þrif fyrir mig í langan tíma og hef ég verið mjög ánægð með allt sem viðkemur því, 
einnig vil ég koma því á framfæri að starfsfólk Nostru hefur mikla þjónustlund og
alltaf tilbúið að gera allt sem í þeirra valdi er.
Guðfinna Bjarnadóttir

Fyrirtæki okkar, Nest Apartments, hefur nýtt sér þjónustu Nostra í um tvö ár. Við erum kröfuhörð en höfum verið sátt við þá samvinnu og þegar vandamál hafa skotið upp kollinum hafa starfsmenn Nostra leyst þau fljótt og örugglega. Samskipti fyrirtækjanna eru auðveld og daglegt skipulag gengur ljúflega. Við getum mælt með Nostra.

Líba Ásgeirsdóttir, Nest Apartments

Í harðnandi samkeppnis umhverfi höfum við hjá Reykjavik4you Apartment leitað allra leiða til hagræðinga án þess að skaða þau gæði sem hótelið er þekkt fyrir. Við höfum frá upphafi lagt gríðalega mikla áherslu að standast væntingar og kröfur gesta með góðum árangri.

Í svona rekstri eru þrif mjög stór þáttur og í raun marka það sem á eftir kemur. Því var það að vel ígrunduðu máli þegar ákveðið var að semja við fyrirtækið Nostra ehf um dagleg þrif og umhirðu íbúða okkar. Nú eru rúmir fimm mánuðir liðnir síðan samningar voru undirritaðir við Nostra tengt þessarri þjónustu og komin ágæt reynsla á samstarfið.

Get ég nú með góðri samvisku gefið fyrirtækinu Nostra og því úrvals starfsfólki sem þar vinnur mín bestu meðmæli. Á þessu tímabili hefur alltaf allt staðist og íbúðir undandekninga laust staðist kröfur,  þrifnar og tilbúnar á umsömdum tímum fyrir okkar gesti.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og kunnum að meta þann metnað sem við upplifum að er til staðar hjá starfsfólki Nostra tengt þeirri vinnu sem þau hafa sérhæft sig í.

Bjarni Sævar Geirsson , Reikjavik4you Apartment Hotel

Fáðu tilboð í verkefni eða spurðu okkur spjörunum úr

Fylltu út formið og við munum hafa samband eins skjótt og auðið er