Jafnlaunastefna Nostra
Nostra tryggir öllu starfsfólki sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn laun og tækifæri í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150/2020. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Nostra.
Eftirfarandi jafnlaunmarkmið skulu höfð að leiðarljósi:
- Nostra er vinnustaður þar sem starfsfólk af öllum kynjum á jafna möguleika til starfa.
- Nostra greiðir öllu starfsfólki jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
- Nostrar er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
- Nostra líður ekki einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi eða kynferðislega áreitni.
- Nostra gætir þess að allt starfsfólk hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.
Til að framfylgja settum stefnumiðum skuldbindur Nostra sig til að starfrækja vottað jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85 og stuðla að stöðugum umbótum.. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að þeim lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt.
Tryggt skal að framkvæmdar séu reglubundnar launagreiningar sem byggjast á starfaflokkun til að vakta og mæla launamun kynja og liggja til grundvallar markmiðasetningu í jafnlaunamálum. Brugðist skal við óútskýrðum launamuni og skulu niðurstöður launagreininga kynntar öllu
Stefna þessi skal kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi á heimasíðu Nostra undir jafnlaunavottun.
Tekið fyrir og samþykkt af framkvæmdastjóra,
Reykjavík, 1. febrúar 2023