Þvottahús

Þvottahús Nostra var sett upp árið 2014 með þeim tilgangi að mæta þörfum gistináttamarkaðarins. Við höfum komið okkur upp góðum lager af hágæða hótel líni og handklæðum sem er leigt út með þrif- og þvottaþjónustu fyrir gistiheimili, hótel og leiguíbúðir. Einnig þjónustar þvottahúsið hjúkrunarheimili með þvotti á fötum heimilismanna auk sængurfata og handklæða. Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð eftir gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Með því náum við að hámarka afkastagetu þvottahússins á umhverfisvænan hátt með réttri notkun á umhverfisvænum efnum, orku og vatni.
Þvottahúsið er í vottunarferli fyrir umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001.